
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur setti þessa færslu inn á Facebook síðu sína. Þarna eru í hnotskurn gallarnir á landsdómsleiðinni sem Alþingi ákvað að fara:
„Áður en Rannsóknarnefndin skilaði Alþingi skýrslu sinni í apríl 2010 og þingmannanefndin var skipuð var margsinnis á það bent í opinberri umræðu að ef til þess kæmi að taka þyrfti afstöðu til þess hvort kæri ætti ráðherra eða ekki þá væri fráleitt að setja þingmenn í þá aðstöðu að taka ákvörðun um að ákæra eða ákæra ekki fyrrum samstarfsmenn sína, félaga og vini til margra ára. Mörgum var ljóst að annmarkar eru á lögunum um Landsdóm. Viðbrögð frá þinginu voru hins vegar þau á þessum tíma að Alþingi myndi rísa undir þessar ábyrgð og lítill vilji var til að ræða það enda talið að með því væru þingmenn að lýsa yfir vantrausti á sjálft Alþingi. Nú hefur komið á daginn að Alþingi rís ekki undir þessari ábyrgð. Alþingi getur ekki unnið eftir eigin lögum! . Alþingismenn hafa ekki hirt um að gera breytingar á lögunum um Landsdóm þó tækifærin til þess hafi verið mörg. Til er sú kenning að það hafi verið með ráðum gert því ef til þess kæmi að það reyndi á þessi lög þá væri hægt að ónýta málið með því móti sem þingið er að gera nú.“