
Benny Andersson, Abbamaður, hefur haldið úti hjómsveit í mörg ár sem nefnist einfaldlega Benny Andersons Orchester. Hún spilar vítt og breitt um Svíþjóð og hefur gefið út nokkrar plötur. Sjálfur spilar hann á píanó og harmoníkku, með honum er fjöldi hljóðfæraleikara og söngvara, tónlistin er svona heldur á þjóðlegu nótunum.
Melódíur Bennys er þekktar frá Abba, sú hljómsveit kemur víst ekki saman aftur, en tónlistargáfan hefur síður en svo yfirgefið hann. Hljómsveit Bennys spilar lög sem hann semur – og sum þeirra með gamla félaga sínum Björn Ulvaeus. Þeir er náttúrlega í hópi helstu dægurlagahöfunda sögunnar.
Hér er afskaplega fallegt lag og texti – O klang og jubeltid.
Jú, sumarið kemur aftur.