
Þá erum við komin á þann stað að hópur fólks – Guðni Ágústsson, Ragnar Arnalds, Ásgerður Jóna Flosadóttir – ætlar að stofna hreyfingu um að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig enn einu sinni fram til forseta.
Það eru meira en fimm mánuðir í kosningar, en umræðan snýst meira og minna öll um Ólaf Ragnar.
Kannanir blaðanna á því hvern fólk vill sjá sem forseta eru eru fremur misheppnaðir samkvæmisleikir – við vitum ekki enn hverjir hafa raunverulegan áhuga á framboði og á hvaða forsendum. Ekkert af þessu fólki hefur komið fram opinberlega og mátað sig við embættið.
Raunveruleg framboð líta varla dagsins ljós fyrr en í mars – og það er vel hugsanlegt að kandídatar gætu enn verið að gefa sig fram í maí. Það er ekkert víst að það borgi sig að vera alltof snemma á ferðinni í þessu geimi.
En Ólafi Ragnari er viss vandi á höndum. Hann verður að fara að segja af og á um hvort hann verður í framboði. Annað er í raun ókurteisi við kjósendur og við þá sem hyggja ef til vill á framboð.
Þannig að í raun þarf hann að svara áskorendunum Guðna, Ragnari og Ásgerði, nokkuð fljótt.