
Magnús Halldórsson blaðamaður skrifar mjög áhugaverða grein um markaðsbúskap, spillingu og siðbót sem birtist á Vísi.
Greinin hefst með svofelldum orðum:
„Eftir að Alþingi lögfesti heimild handa bönkunum til þess að afskrifa skuldir fyrirtækja umfram eignir gegn framlagi fjármuna upp á 10% af virði eigna var samkeppnismarkaður skilinn eftir á eyðieyju. Þar er hann enn. Dæmi:
Fyrirtæki skuldar 6 milljarða en á eignir sem metnar eru á tvo milljarða. Eigandi fyrirtækisins getur tryggt stöðu fyrirtækisins með því að leggja því til 200 milljónir og fengið fjóra milljarða afskrifaða. Síðan er haldið áfram.“