
Van Morrison ásamt Georgie Fame og hljómsveit. Lagið er Vanlose Stairway. Þetta er af tónleikum sem nefnast BBC Four Sessions, tekið upp í tónlistarsalnum LSO St. Luke í London.
Morrison og Fame hafa oft unnið saman, en Fame hefur leikið rokk, blús og djass frá því fyrir tíma Bítlanna.
Vanlose vísar til Vanlöse hverfisins í Kaupmannahöfn – Morrison átti danska kærustu sem bjó þar, í húsi þar sem var ekki lyfta. Þetta er sérstakt lag, og eitt af þeim sem Morrison flytur oftast á tónleikum. Í laginu teygir stiginn sig í átt til himna.