
Nú er ég ekki lögfræðingur en maður þykist vita að ekki megi taka mál upp aftur þegar dæmt hefur verið í þeim. Það getur þó gerst, en til þess þarf sérstakan dómsúrskurð – eins og við vitum til dæmis úr Geirfinnsmálunum.
En þegar mál eru á rannsóknarstigi hefði maður haldið að giltu aðrar reglur, að það sé leyfilegt að leggja rannsókn til hliðar og taka hana upp aftur.
Ég fékk eftirfarandi ábendingu vegna greinar eftir Róbert Spanó þar sem fjallað er um mál Baldurs Guðlaugssonar:
„Mannréttindasáttmáli Evrópu kveður á um að ekki megi ákæra tvisvar í sama máli, en FME feldi niður rannsókn á máli Baldurs á sínum tíma.
„The ne bis in idem (or non bis in idem) principle is also known as the double jeopardy rule. The principle is that no-one may be prosecuted or convicted twice for the same facts or the same punishable conduct.“
http://europa.eu/legislation_summaries/justice_freedom_security/judicial_cooperation_in_criminal_matters/l16011_en.htm
Ég er ekki löglærður maður en ég sé ekki hvernig Róbert getur komist að þeirri niðurstöðu að það að taka upp rannsókn aftur og ákæra svo í framhaldinu falli undir þessi lög.“