
Yfirleitt held ég maður kæri sig ekki um að horfa á leiknar myndir um ævi stjórnmálamanna fyrr en þeir eru löngu horfnir af sjónarsviðinu.
Ekki myndi ég til dæmis vilja horfa á mynd um Tony Blair eða George W. Bush.
Ég hef heldur ekki getað fengið mig til að horfa á myndir sem hafa verið gerðar um Nixon.
Nú er sýnd í kvikmyndahúsi mynd sem hefur verið gerð um Margaret Thatcher. Það er dálítið afkáraleg hugmynd að bandarísk stórstjarna, Meryl Streep, sé að tileinka sér breskan hreim til að leika Járnfrúna. Því verður heldur ekki á móti mælt að Streep er allmiklu fegurri kona en Thatcher.
Það eitt sér skapar ákveðna firrð í myndinni – það sem eitt sinn var kallað Verfremdungseffekt.
Þess utan fellur myndin á tvennan hátt:
Þeir sem dá Thatcher finnst ekki vera dregin upp nógu mikil glansmynd af henni.
Þeir sem þola ekki Thatcher láta sér ekki detta í hug að sjá myndina.