fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Parísarkvikmyndir eftir bandaríska meistara

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. janúar 2012 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir stórmeistarar bandarískra kvikmynda gera myndir þar sem sögusviðið er París.

Midnight in Paris er skemmtilegasta mynd Woodys Allen í háa herrans tíð – þægilega afslöppuð kómedía um mann sem fer til Parísar og lendir óvænt á tíma Hemingways, Fitzgeralds, Picassos og Gertrude Stein.

Hugo er eftir Martin Scorsese. Hún byggir á barna- og unglingssögum dreng sem býr á lestarstöð. Sögutíminn er rétt eftir 1930. Inn í söguna fléttast ævi og verk Georges Méliès – eins helsta frumkvöðuls kvikmyndagerðar í heiminum. Hann gerði ævintýramyndir á fyrstu árum kvikmyndanna, gleymdist svo í fyrra stríði, rak litla búð á Montparnasse lestarstöðinni, líkt og kemur fram í myndinni.

Umgjörð myndarinnar – og þrívíddin – gefur Tinnamynd Spielbergs ekkert eftir, það er mikið sjónarspil þegar myndavélin eltir strákinn Hugo um rangala lestarstöðvarinnar eða horfir út yfir draumkennda mynd af París.

Midnight in Paris er sýnd í Bíó Paradís, en Hugo er ekki enn komin í bíó hérlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling