fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Öfug leið til að berjast gegn vændi?

Egill Helgason
Mánudaginn 13. ágúst 2012 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum líklega flest þannig að okkur þykir vændi ógeðfellt – og sorglegt.

Þess vegna er líka auðvelt að skera upp herör gegn vændi, kannski með vanhugsuðum hætti.

Vísir birtir viðtal við Pye Jakobsson, sem er í hagsmunasamtökum fólks sem stundar vændi í Finnlandi og Svíþjóð.

Hún færir ansi sterk rök fyrir því að sænska leiðin svokölluð sé til ógagns og ýti beinlínis undir mansal. Íslendingar og Norðmenn hafa tekið upp þessa sömu löggjöf.

Vísir hefur eftir Pye að með því að gera vændiskaup ólögleg sé vændið rekið dýpra niður í undirheima. Það sé komið í veg fyrir að mansal sé tilkynnt eða ofbeldi gegn vændiskonum. Slíkar tilkynningar berist aðallega frá vændiskaupendum.

Það er umhugsunarefni hvort þessi aðferð til að frelsa vændiskonur frá hlutskipti sínu virki beinlínis öfugt. Í Vísisfréttinnni segir:

„Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling