fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Wow – vonandi verður framhald á

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. ágúst 2012 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wowair hefur hrist rækilega upp í íslenska ferðamarkaðnum með ódýrum flugferðum. Ég hef tvívegis flogið með Wow í sumar, til og frá Berlín – það var ágætt í bæði skiptin, flugvélarnar voru á réttum tíma, vélarnar eru í góðu lagi og viðmót áhafnarinnar er gott.

Wow dregur talsvert saman seglin í vetur – maður hlýtur að spyrja hvort íslenski markaðurinn ber allt þetta framboð á flugi.

En það er gott meðan það er. Það er frábært að geta ferðast til Evrópu fyrir 30 þúsund krónur báðar leiðir – eins og Wow hefur stuðlað að.

Maður hlýtur að vona að Wow eigi framtíð fyrir sér – Iceland Express hefur starfað nokkuð lengi en það var alveg hætt að veita Icelandair raunverulega samkeppni.

Og talandi um Berlín – maður skilur ekki af hverju Íslendingar fara ekki meira þangað. Hún er skemmtilegri, opnari og frjálslegri borg en bæði London og Kaupmannahöfn.

Og þess utan er Berlín miklu ódýrari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling