

Ólympíuleikar hafa alltaf verið fullir af pólitík.
Síðustu leikar í Peking endurspegluðu hugmyndafræði herskálakapítalismans sem er við lýði í Kína.
Bandaríkjamenn sniðgengu leikana í Moskvu 1980 vegna Afganistan, Sovétmenn hefndu og komu ekki á leikana í Los Angeles 1984.
Leikar hafa síðustu árin endurspeglað vald stórfyrirtækja og auðhringa, það er mjög í anda þeirra tíma sem við lifum. Kapítalið hefur nánast keypt leikana eins og þeir leggja sig. Hámarki þótti það ná í Atlanta 1996. Þar var allt til sölu.
Opnunarhátíð Ólympíuleikanna í gær var góð vegna þess að hún lagði áherslu á lýðræði og mannréttindi. Hún sýndi að Ólympíuleika á skilyrðislaust að halda í lýðræðisríkjum.
Margar eftirminnilegustu stundir Ólympíuleikanna eru hápólitískar.
Sigrar Jesse Owens á nasistaleikunum í Berlín 1936. Jesse lét Hitlersfíflin finna til tevatnsins.
Og Tommy Smith og John Carlos þar sem þeir standa hnarreistir með hnefa á lofti á verðlaunapalli eftir 100 metra hlaupið í Mexíkó. Þetta var afdrifaríkt, báðir þurftu að gjalda fyrir þetta – en þetta var magnað.
