fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Flott opnunarhátíð

Egill Helgason
Laugardaginn 28. júlí 2012 07:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem ég sá af opnunarhátíð Ólympíuleikanna í gærkvöldi sýndist mér vera afar vel heppnað.

Þetta virkaði frjálslegt og glatt, annað en hin hálf-fasíska opnunarhátíð í Peking fyrir fjórum árum.

Áréttar að Ólympíuleika á ekki að halda nema í lýðræðisríkjum.

Það var mikið gert úr breskri tónlist – sem hefur verið mjög fyrirferðarmikil síðan á tíma Bítlanna. Það var snjallt.

Það fór líka vel á því að á hátíðinni var vísað í gildi mannréttinda. Meðal þeirra sem báru fána Ólympíuleikanna inn á völlinn var baráttufólk fyrir mannréttindum, eins og Doreen Lawrence, sem berst gegn rasisma, Sally Becker, sem liðsinnir börnum og konum sem hafa orðið fórnarlömb stríðsátaka í Bosníu og Kosovo, Sami Chakrabarti, sem er frumkvöðull í mannréttindasamtökunum Liberty, og hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Daniel Barenboim, en hann stjórnar West-East Divan hljómsveitinni sem samanstendur af tónlistarmönnum frá Ísrael og Palestínu.

Mitt í gleðinni mátti þó sjá eitthvað daufgerðasta fólk sem um getur – bresku konungsfjölskylduna. Það er sífelld ráðgáta hvers vegna Bretar eru að rogast með þetta lið – og borga undir rassinn á því.

Það er svo alltaf gaman að sjá „þjóðanna safn“ ganga inn á Ólympíuleikvang undir fánum. Þarna sér maður glöggt fjölbreytileika tegundarinnar. Afturhaldskarl sem er í miklu dálæti hjá Staksteinum Morgunblaðsins skrifaði í gær að við hinu versta væri að búast „af negra og múslima“, eins og það var orðað. Það er spurning hvort Staksteinar vitna í manninn að þessu sinni – á því eru reyndar miklar líkur, hann er einn besti liðsmaðurinn – en það vekur athygli að í hinni geysilega fjölmennu og glæsilegu sveit Bandaríkjanna voru „negrar“ áberandi fjölmennir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling