fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Af salernisgjaldi

Egill Helgason
Föstudaginn 27. júlí 2012 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræg þýsk kvikmynd heitir Der letzte Mann. Hún er eftir sjálfan F.W. Murnau, einn stórmeistara þöglu kvikmyndanna, og í aðalhlutverki er stórleikarinn Emil Jannings.

Myndin fjallar um karl sem er dyravörður á fínu hóteli. Hann gengst mjög upp í stöðu sinni, henni fylgir svellfínn einkennisbúningur. Þetta var á þeim árum að Þjóðverjar dýrkuðu einkennisbúninga.

Svo gerist það að hann er lækkaður í tign, hann er gerður að salernisverði. Þetta fer náttúrlega mjög illa með karlinn – og um það fjallar myndin. Í einu atriðinu situr karlinn í sæti sínu á salerninu, sofnar og lætur sig dreyma um fyrri dýrð, þegar allir heilsuðu honum (og einkennisbúningnum) af virðingu.

Nú er deilt um klósett á landsbyggðinni. Fólk þarf að ganga örna sinna þar eins og annars staðar – og ekki geta allir farið út í náttúruna til þess né vilja það.

Sjoppueigandi í Borgarfirði kvartar undan því að fólk troðist inn á klósettin hjá honum og gangi illa um.

Þetta má auðveldlega leysa með því að taka upp salernisverði, líkt og er til dæmis víða að finna í Þýskalandi. Þetta er fólk sem vakir yfir hreinum klósettum og fær fyrir það þóknun, hún er sjaldnast hærri en svona 30-50 sent – en sumir láta þó meira af hendi rakna, séu þeir ánægðir með þjónustuna.

Það er semsagt rétt hjá formanni Samtaka ferðaþjónustunnar að það er ekkert athugavert við salernisgjald.

Emil Jannings í Der letzte Mann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling