
Ein ástæða þess að við horfum til Evrópu er að gildismat þar er svipað og hérna. Eftir hrun ruku sumir upp til handa og fóta og vildu leita til Rússlands og Kína.
En herskálakapítalisminn í Kína er ógeðfelldur, eins og við sjáum þegar við skoðum málið aðeins nánar, Rússland er á valdi spilltrar elítu sem samanstendur af öryggislögreglumönnum og ólígörkum.
Bandaríska þjóðfélagsgerðin með sínum feiknarlega ójöfnuði, dauðarefsingum og byssueign er okkur líka framandi.
Kínverjar hafa tekið yfir stóran hluta af höfninni í Pireas í Grikklandi. Þetta er stærsta höfn í landinu. Á þessu myndbandi sem birtist á sjónvarpsrás Evrópuþingsins má sjá afleiðingarnar.
Tilurð hinnar evrópu þjóðfélagsgerðar er flókin, hún er ættuð úr ritum heimspekinga, en hún er líka fædd í miklum hildarleik sem stóð með hléum stóran hluta tuttugustu aldarinnar. Því skyldu menn aldrei gleyma.