fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Byssueign og kvikmyndaofbeldi

Egill Helgason
Mánudaginn 23. júlí 2012 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ódæðisverkið í Colorado vekur óþægileg hugrenningatengsl vegna þess að það er framið í kvikmyndahúsi þar sem verið er að sýna kvikmynd sem er full af tilgangslausu ofbeldi.

Ofbeldið í myndum eins og Batman er gengdarlaust – og þeir sem falla eru ekki síst saklausir borgarar, þeir sem standa álengdar. Við erum orðin vön að horfa á svonalagað, jú, svona er þetta bara, en innst inni finnst okkur þetta óþægilegt.

Í vinsælum kvikmyndum sem eru sýndar út um allan heim – líka börnum – fer fram stórfellt slátrun á saklausu fólki í nafni skemmtunar.

Kannski hefur glæpurinn ekki áhrif á aðsóknina á Batmanmyndina – vel má vera að hún aukist frekar en hitt – en hann beinir samt athygli okkar að því hvað öll þessi kvikmyndamorð eru í raun ógeðfeld og hvimleið.

Svo er það umræðan um byssueign í Bandaríkjunum. Nú er svo komið að næstum enginn málsmetandi stjórnmálamaður þar þorir að setja sig upp á móti byssueigendum. Obama forseti flýtur með straumnum – það er helst að Bloomberg, borgarstjóri í New York, andmæli.

Í nútíma borgarsamfélagi er það sturlun að hver sem er geti labbað inn í búð og keypt sér byssur og önnur öflug vopn. Hugmyndir Bandaríkjamanna um byssueign eru frá tíma stjórnarskrárinnar, þegar fólkið bjó í sveitum og þurfti að verjast villidýrum – jú, og kannski indjánum.

Viðkvæðið að þetta hefði ekki gerst ef gestir kvikmyndahússins hefðu líka verið vopnaðir afhjúpar fáránleika þessarar hugmyndafræði.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling