fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ferðalög eru frelsi

Egill Helgason
Föstudaginn 20. júlí 2012 06:28

Colloseum í Róm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrapp til Rómar. Það er auðvelt og ódýrt að komast hingað frá grísku eyjunum. Ítalir eru stærsti hópur ferðamanna þar.

Ég kom fyrst til Rómar fyrir 29 árum, var á á gistihúsi nálægt Campo di Fiore. Ég man ekki betur en Dagur Sigurðarson hafi bent mér á það, svo það var enginn lúxus.

Mér sýnist Róm hafa breyst ansi mikið síðan þá. Borgin er ansi mikið hreinni og velmegunarlegri. Áratugirnir fram til 2008 voru dæmalaus veltiár í Evrópu, það leynir sér ekki.

Ferðamönnum hefur líka fjölgað rosalega. Ég man eftir að hafa skoðað Colosseum og Trevi-gosbrunninn í ró og næði, þótt það væri hásumar. Nú er varla hægt að komast að Trevi fyrir mannfjölda og það eru langar biðraðir við Colosseum. Ég komst þangað inn á endanum – ég sá ekki kettina sem voru eitt aðaleinkenni staðarins fyrir þremur áratugum.

Maður getur látið ferðamannafjöldann fara í taugarnar á sér. En á honum er önnur hlið, fátt er órækara merki um velmegun og gott þjóðskipulag en að fólk geti ferðast að vild. Ferðalög eru frelsi.

Þegar ég var í Róm 1983 gat stór hluti Evrópubúa ekki ferðast. Þá var Austur-Evrópa lokuð. Kínverjar ferðuðust heldur ekki. Þetta hefur breyst – og fleira fólk hefur líka efni á að ferðast en áður. Vonandi breytist það ekki.

Það kemur líka til Íslands. Ísland er að fá mjög mikla umfjöllun sem ferðamannaland þessa dagana. Í gær sá ég opnugrein í stórblaðinu La Repubblica um ferðamannalandið Ísland – í Grikklandi hafa líka verið að birtast greinar og sjónvarpsmyndir frá Íslandi og margir hafa spurt mig hvor það sé svona stórkostlegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar