
Líklega hefur enginn fjölmiðill á Íslandi skrifað fleiri og harðari gagnrýnisgreinar um Ólaf Ragnar Grímsson en DV.
Svo þegar fréttastjóri blaðsins skrifar grein þar sem hann vekur athygli á furðulegum hlutum í kosningabaráttunni er blaðið allt í einu sagt vera komið í lið með Ólafi Ragnari og látið líta út eins og þetta sé eitthvert kynjamál.
Sem er furðulegur útúrsnúningur.