fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Grikkir – og Íslendingar

Egill Helgason
Mánudaginn 7. maí 2012 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Grikkjum blundar sú hugmynd að aðrar þjóðir vilji helst ræna þá – og að flest illt sem kemur fyrir þá sé útlendingum að kenna. Maður verður sífellt var við þetta í umræðu í Grikklandi, til dæmis í ávarpi tónskáldsins aldraða Mikis Theodorakis sem hefur verið dreift um heimsbyggðina. Theodorakis talar um alþjóðlegt samsæri til að koma Grikkjum á kné sem hafi staðið síðan 1975, fyrst hafi Grikkir verið rændir sögu sinni og þjóðarsál, en síðan standi til að útrýma þeim í líffræðilegum skilningi með hungri og fátækt.

Framhaldið sé, segir Theodorakis, að Grikkir þurfi að afsala sér Akrópólis, Delfí, Ólympíu og Epídaurus. Hann kennir Þjóðverjum, Frökkum, Bretum og Bandaríkjamönnum um. Þessu bréfi var dreift hér á landi, í tengslum við einhverja samstöðu með Grikkjum.

Grikkir eru vissulega í vondum málum, það hefur þurft að skera niður skuldir þjóðarinnar um stórar fjárhæðir – og það er ekki nóg. Það verður ekki hægt að koma grísku hagkerfi af stað ef það á ekki að snúast um annað en niðurskurð og afborganir. Grískir kjósendur tjáðu þetta skýrt í kosningum í gær. Valdaflokkarnir, íhald og kratar, fengu ráðningu. Það er samt spurning hvort það sé nóg til að binda endi á hina landlægu spillingu sem er aðalvandamálið í Grikklandi.

En hugmyndirnar eru oft skrítnar. Ein er sú að Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vilji taka yfir Grikkland vegna hinna miklu auðlinda landsins. Auðlindirnar eru reyndar sáralitlar, því Grikkir stunda aðallega landbúnað og ferðaþjónustu, en þá er bent á að undan ströndum Krítar sé að finna olíu sem ESB og AGS ætli sér að komast yfir.

Það er ósjaldan að maður skynjar að Grikkir og Íslendingar eru nokkuð líkar þjóðir. Íslendingar trúa því líka að þeir sé nokkuð einstakir meðal þjóða – og þeim hefur hætt til að líta niður á nágrannaþjóðirnar. Kannski er þetta einhvers konar sambland af minnimáttarkennd og oflæti. Þetta finnur maður líka hjá Grikkjum. Íslendingar halda líka að útlendingar ásælist það sem þeir hafa – og vilji jafnvel taka það allt frá þeim.

Nýlegt dæmi eru deilurnar um hina eyðilegu jörð Grímsstaði á Fjöllum. Nú er þetta ekki sérlega fagur staður eða áhugaverður. En Kínverjinn Huang Nubo hefur hefur áhuga á að byggja það einhvers konar ferðamiðstöð – og jú, þessi plön virka býsna furðuleg. Það er vandséð að hann geti grætt mikið á þessu.

Við þetta hefur hugmyndaflugið aldeilis farið á ferðina. Maður heyrir bollaleggingar um að Kínverjar ætli að koma sér upp fjarskiptastöð, að þeir ætli að byggja flugvöll og hafa hann undanþeginn íslensku landamæraeftirliti, að það verði höfn einhvers staðar þarna uppi í fjöllunum, að þarna verði umframfjöldi Kínverja settur niður og síðar verði þarna nýlenda, að þarna muni hefjast hrísgrjónarækt sem muni að lokum leggja undir sig Eyjafjörð.

Altént virðist það útbreitt viðhorf að þetta sé liður í því að taka yfir Ísland.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?