fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Andrea veldur usla

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. maí 2012 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi segist mundu vilja vera með 193 þúsund krónur á mánuði ef hún yrði forseti.

Fólki á Íslandi hættir til að taka hlutina mjög bókstaflega, maður sér að víða á netinu er hneykslast yfir þessari staðhæfingu.

Nú finnst mér líklegt að Andrea geri sér grein fyrir því að hún vinni seint kosningarnar, enda er það líklega ekki markmiðið með framboði hennar.

Andrea er að vekja athygli á málefnum sem brenna henni fyrir brjósti – málefnum skuldara og láglaunafólks. Það er mjög algengt erlendis að slíkir frambjóðendur taki þátt í kosningum, en hingað til hefur ekki verið svo í forsetakosningum á Íslandi – jú, Ástþór Magnússon hefur reyndar talað fyrir friði í þegar hann býður sig fram.

Það er líka allt í lagi að benda á að það sé ekkert lögmál að forseti Íslands sé fínimanneskja sem er ekið um á lúxusbifreiðum og býr í vellystingum meðan hann safnar feitum eftirlaunaréttindum.

Þetta virðist raunar vera nokkuð inngróið í embættið – það er einhvern veginn furðu líkt konungdæmum Norðurlandanna.

Framboð Andreu veldur usla – og það er bara ágætt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna