fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Klám og sænskunám

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. mars 2012 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Gunni skrifar um stunur úr fornbókaverslunum – staðina sem voru helsti vettvangur klámblaðakaupa á árunum áður en internetið kom til sögunnar. Nú eru menn ekki nema örfáum smellum frá svæsnu klámi – þá þurftu menn að gera sér ferð í fornbókaverslanir þar sem klámefnið var kannski ekki alltaf svo krassandi.

Mig minnir að á uppvaxtarárum mínum hafi helsti vettvangur klámblaðaverslunarinnar verið fornbókabúð sem var í litlu skoti í Hafnarstrætinu. Ég held ég fari rétt með að meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafi komið í þessa búð þegar þeir dvöldu í Reykjavík sumarið 1970.

Á þessum árum var talsverður fjöldi fornbókabúða, en Bragi var þó ekki kominn til skjalanna. Ég tek fram að ég hef aldrei séð svona efni á boðstólum í búðinni hans, ekki þegar hann var á Hafnarstrætinu, ekki á Vesturgötunni og ekki á Klapparstígnum. Bragi er þó engin tepra.

Annars skyldu menn ekki alltaf lasta klámefni, það getur verið gagnlegt.

Þegar ég var drengur var að sönnu lítið framboð af klámi. Það voru helst tímaritin Tígulgosinn og Glaumgosinn sem voru ekki mjög sjarmerandi. Mig minnir reyndar að þau hafi verið nokkuð villulaus – ákveðinn rithöfundur var sagður prófarkalesa þau  – en myndirnar voru klessulegar og illa prentaðar.

Ég komst í tæri við sænskar bækur sem voru ekki með neinum myndum, heldur bara texta. Ég held að sögurnar hafi margar verið skrifaðar af höfundum sem töldust alvöru undir dulnefni. Sögurnar voru ansi dónalegar. Þetta voru nokkur hefti  og nefndust einfaldlega Kärlek. Svíar voru langt á undan öðrum þjóðum á þessu sviði.

Ég var nokkuð áfjáður í að lesa þessar bækur – og viti menn það var engin fyrirstaða. Efnið höfðaði svo til mín  að ég lærði sænsku á samri stund.

Nokkrum árum síðar kom þetta að góðum notum þegar ég hóf að lesa Strindberg á frummálinu. Ég las Röda rummet, Tjänstekvinnans son og Hemsöborna eins og ekkert væri.

Strindberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB