fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Að sá fræjum tortryggni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. mars 2012 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög sérstakt að sjá hvernig er reynt að sá fræjum tortryggni í garð Ríkisútvarpsins vegna lítillar umfjöllunar um byggðastyrki ESB í Landanum.

Það er líkt og hópur manna líti á það sem svik að fjallað sé um ESB öðruvísi en að mála skrattann á vegginn. Samt erum við ekki bara með umsókn í gangi um aðild að sambandinu – sem var samþykkt með meirihluta á Alþingi – heldur höfum við líka aukaaðild að ESB í gegnum EES samninginn.

Nú fer þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason fram á að gefnar séu upplýsingar um tengsl Ríkisútvarpsins við ESB. Ásmundur er formaður Heimssýnar, samtaka sem berjast gegn ESB aðildinni. Heimssýn hefur fengið styrk upp á margar milljónir frá Alþingi til að stuðla að opinni umræðu um ESB – og það hefur Evrópuvaktin líka fengið.

En hvað varðar sjálfan mig – einn starfsmann Rúv sem spurt er um – þá hef ég aldrei farið í ferð á vegum Evrópusambandsins, aldrei hitt sendiherra ESB á Íslandi, aldrei hitt forstjóra Evrópustofu og aldrei komið í Evrópustofu, enda veit ég ekki hvar hún er til húsa.

Og ég hef heldur ekki þegið fjárframlög frá ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB