fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Jón forseti í Miðbænum, Gúllíver og bóklestur barna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. febrúar 2012 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld rekjum við þráð út bók Páls Björnssonar sagnfræðings sem nefnist Jón forseti allur. Bókin fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin nú í janúar.

Við förum á Alþingi og í miðbæ Reykjavíkur og sjáum hvernig Jón birtist þar – og táknmyndir af honum. Það má í raun segja að Alþingi sé hálfgert Jónshús en að auki vakir Jón yfir þinghúsinu utan af Austurvelli.

Um það orti Steinn Steinarr frægt kvæði sem við rifjum upp í þættinum, það hefst með svofelldum orðum:

„Jón Sigurðsson, standmynd, sem steypt er í eir…“

Við fjöllum um bóklestur og læsi barna og ungmenna – í þáttinn koma Eva María Jónsdóttir og Andri Snær Magnason sem hafa tekið þátt í átaki sem nefnist Bókaþjóð í ólestri.

Kolbrún og Páll Baldvin fjalla um íslenska þýðingu á Ferðum Gúllívers og Við tilheyrum sama myrkrinu eftir Kristínu Ómarsdóttur.

En Bragi rýnir í gömul handrit og pappíra, þar koma meðal annarra við sögu Jón Óskar skáld,  Jón Kristófer kadett og Haraldur Á. Sigurðsson gamanleikari.

Þetta sérdeilis skýra málverk af Jóni Sigurðssyni eftur August Schiött er eina myndin sem hangir upp í þingsalnum á Alþingi, en að auki horfir höggmynd af Jóni inn í salinn úr svokölluðu ráðherraherbergi. Jón vakir yfir þinghúsinu frá Austurvelli, en í húsi Natans & Olsen er stytta af honum sem fáir þekkja.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?