Í Kiljunni í kvöld hittum við Sigríði Jónsdóttur, bónda og skáldkonu, í Arnarholti í Biskupstungum.
Sigríður er höfundur ljóðabókar sem nefnist Kanill og inniheldur holdlegan kveðskap – hún vill þó ekki kannast við að það sé klám og er ekki hrifin af heitinu erótík.
Sigríður er afar skemmtileg og hispurslaus kona, við heimsóttum hana á vetrardegi þegar snjór var yfir jörðu.
Jón St. Kristjánsson segir frá þýðingu sinni á Ferðum Gúllívers eftir Jonathan Swift. Þetta er í fyrsta sinn að bækurnar fjórar um Gúllíver eru þýddar á heild sinni á íslensku. Jón er leikari að mennt, en starfar auk þess við að þýða Andrés Önd.
Kolbrún og Páll Baldvin ræða um nýútkomna spennubók sem nefnist Bláklukkur og um íslenska þýðingu á frægri og umdeildri bók, Uppsprettunni eftir Ayn Rand.
En Bragi talar meðal annars um neftóbak.
Ayn Rand.