fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Boðsferðir eru ekki nýnæmi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. janúar 2012 00:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið spaugilegt þegar því er haldið fram að boðsferðir til útlanda sé eitthvað sem var fundið upp þegar Íslendingar fóru að nálgast Evrópusambandið.

Árum og áratugum saman var meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu veran í Nató og vináttan við Bandaríkin.

Í tengslum við þetta voru stanslausar boðsferðir bæði til Evrópu og Bandaríkjanna.

Undirritaður játar að hafa einu sinni farið í slíka ferð, það var í höfuðstöðvar Nató – já, einmitt í Brussel.

Eitt get ég sagt um þessa ferð – hún var ekki skemmtileg.

Ég hef aldrei verið sérstaklega í náðinni hvað varðar svona boðsferðir – en ég get fullyrt að sumir hafa farið oft og mörgum sinnum, ekki síst þeir sem voru svonefndir áhugamenn um vestræna samvinnu.

Með dvínandi vináttu við Bandaríkin og hnignun Nató hefur þessum ferðum farið eitthvað fækkandi – og jú, vissulega hefur ESB að einhverju leyti tekið við. Aðrir hafa verið nokkuð iðnir við norræna kolann.

En það er semsé langt í frá að þetta sé eitthvað nýtt – og í raun er sérlega kátlegt að skuli vera fjallað um þetta á vef sem formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu, heldur úti, og er reyndar einn af fáum fjölmiðlum á Íslandi sem er beinlínis styrktur af Evrópusambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling