fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Flott hús, en ekki í Þingholtununum

Egill Helgason
Mánudaginn 23. janúar 2012 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það væri nú gaman að búa í gamla húsinu hans Hannesar Smárasonar.

Meira en 400 fermetrar með spa í kjallaranum. Þótt Hannes sé löngu kominn á hausinn með allt sitt hefur hann haft „afnot“ af húsinu, en nú er það búið.

Í frétt Rúv segir að fólk sé farið að koma til að skoða eignina. Ég verð ekki í þeim hópi – ég er ekki alveg nógu forvitinn um hagi útrásarvíkinga.

Verðmiðinn er sagður vera 190 milljónir. Það hafa verið fréttir af því að einbýlishús í vesturborginni séu eftirsótt, svo kannski verður nóg af kaupendum. Þetta er mest skoðaða eignin á hinum vinsæla fasteignavef Morgunblaðsins.

Meinleg villa er reyndar í fréttinni.

Þar er sagt að húsið sé í Þingholtunum.

En það er ekki rétt.

Einbýlishús Hannesar er á Fjölnisvegi, sem er neðst í Skólavörðuholti.

Þingholtin eru á öðrum stað – í huga þeirra sem þekkja til í Reykjavík markast þau af Skólavörðustíg í norðri, Þingholtsstræti og Laufásveg í austri, Hellusundi í suðri og Óðinsgötu í vestri – eða svona sirkabát þannig.

Fjölnisvegur er allavega langt þar frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“