
DNB bankinn, sem hefur lýst áhuga á því að kaupa Íslandsbanka, á sögu sem nær langt aftur í tímann – hann rekur sögu sína allt aftur til Christiania Sparbank sem var stofnaður 1822. Nú er þetta stærsti banki Noregs með útibú út um allt landið – undir hann heyrir líka Postbanken sem er staðsettur á pósthúsum í Noregi.
Norska viðskiptaráðuneytið fer með stærsta hlutinnn í bankanum, 34 prósent.
Það ætti að vera fagnaðarefni ef svo öflugur erlendur banki hefur alvöru starfsemi á Íslandi – og myndu reyndar teljast tímamót.
Á sínum tíma var rætt um að selja Landsbankann til sænska bankans Skandinaviska Enskilda, eins stærsta banka Svíþjóðar, en við það var snögglega hætt þegar menn föttuðu að það passaði ekki inn í hrossakaupin og klíkusamfélagið á Íslandi.