
Michael Gove, menntamálaráðherra í Bretlandi, þykir ekki sá skarpasti í þarlendri pólitík.
Gove leggur til í bréfi til bresku stjórnarinnar að haldið verði upp á sextíu ára valdaafmæli Elísabetar drottningar með því að kaupa handa henni nýja snekkju.
Hann vill að snekkjan verði gjöf þjóðarinnar til drottningarinnar – þakklætisvottur.
Bretadrottning er einhver ríkasta kona í heimi. Að auki halda Bretar uppi stórri fjölskyldu hennar – það fólk er þekkt fyrir annað en að gera mikið gagn.
Tillögur Goves vekja almenna hneykslun – margir spyrja hvort ekki væri nær að drottningin gæfi eitthvað á tíma niðurskurðar og efnahagsþrenginga á Bretlandi.