
Það er á þessum tíma árs að mann langar mest að breiða upp fyrir haus – eða hverfa á vit annars veruleika.
Ég hef verið að lesa skáldsöguna 1Q84 eftir Haruki Murakami.
Þetta er stór og mikil bók – það má eiginlega segja að hún sé heill heimur út af fyrir sig, og nokkuð á skjön við þann veruleika sem við þekkjum.
Maður fer inn í heim sögunnar og langar ekkert endilega út úr honum aftur.
Kannski er það árstíminn eða kannski er þetta bara svona magnaður skáldskapur?