
Það er nokkuð rætt um stöðugleika íslenska hagkerfisins á árunum fyrir hrun í framhaldi af heimildarmyndinni The Inside Job.
Því miður er umræðan á því plani á Íslandi að það er sífellt deilt um staðreyndir.
Skýrsla frá matsfyrirtækinu Fitch rétt fyrir litlu kreppuna 2006 sýnir hvernig ástandið var, þetta er frekar skorinort og lítið hægt að misskiljan.
Skýrsluna er að finna á vef Seðlabankans.
Þetta er í febrúar 2006. Þarna er horfum Íslands breytt úr stöðugum í neikvæðar.
Segir að þenslan, skuldasöfnunin og viðskiptahallinn sé svo mikill að erfitt sé að sjá að hagkerfið geti leiðrétt sig – en einnig er kvartað undan því hversu illa sé fylgst með þessari þróun.