fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Leiðinlegur samkvæmisleikur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. janúar 2012 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar virðast vera staðráðnir í því að breyta upphafi forsetakosninga í heldur leiðinlegan samkvæmisleik – sem gæti jafnvel farið að taka á sig mynd skrípaleiks.

Það er látlaust verið að nefna til sögunnar alls kyns fólk sem gæti hugsanlega komið til greina sem forsetaefni, það er hringt í þetta fólk, það útilokar ekki framboð – og þá er því slegið upp að viðkomandi sé bara nokkuð heitur.

Vísir gerir könnun þar sem eru sett einhver nöfn á blað og fólk látið kjósa um þau. Þarna eru til dæmis menn eins og Davíð Oddsson og Jón Baldvin sem – með fullri virðingu – koma ekki til greina. Og svo annað fólk sem þykir dálítið forsetalegt – kannski af því það gæti komið vel fyrir í veislu.

Með þessu áframhaldi verða allir komnir með upp í kok af þessu eftir fáar vikur.

Það er betra að leyfa málunum að þróast – og láta þá sem telja sig eiga eitthvað erindi í þetta koma fram af sjálfsdáðum. Enn er jú hálft ár til kosninga. Það er nær að spyrja spurninga um hvernig þetta embætti skuli eiginlega vera – hvert sé hlutverk forseta á þessum frekar erfiðu tímum.

Ég bendi á viðtal við Stefán Jón Hafstein sem verður sýnt í Silfri Egils á sunnudaginn. Þar ræðum við meðal annars forsetaembættið og tilgang þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB