
Bandarísk stjórnmál eru ráðgáta.
Nýjasta stjarnan til að skjótast upp á himininn hjá repúblíkönum er Rick Santorum.
Hann fékk góða útkomu í prófkjörinu í Iowa – og hann notaði tækifærið til að líkja Obama forseta við Mussolini.
Santorum segist vera að bjóða sig fram til forseta vegna þess að hann er svo mikið á móti opinberum heilbrigðistryggingum, Obamacare eins og það er kallað.
Það er eitt sem er algjört eitur í huga stjórnmálamanna eins og hans – og það er að skattleggja ríkt fólk. Það má alls ekki.
Um þetta eru reyndar deildar meiningar meðal hinna ríku, auðmaðurinn Warren Buffet biður um að fá að borga hærri skatta, segir óeðlilegt að skattprósenta hans sé lægri en ritarans hans.
Í dag las ég í Financial Times grein eftir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Sumir telja að hann sé einn aðalhöfundur kreppunnar sem við erum nú að upplifa.
En Greenspan segir að staðan í bandarískum stjórnmálum og efnahagsmálum sé nú slík að það sé aðeins eitt til ráða – að afnema velferðarkerfið.