
Á tíma þegar í tísku að tala illa um Evrópusambandið tekur Financial Times upp hanskann fyrir það í leiðara.
FT segir að Evrópusambandi sé merkasta tilraun heimsins í ríkjasamvinnu. Falli Evrópusambandið væri það mikið áfall fyrir samvinnu milli ríkja.
Í leiðaranum segir að stærstu mál samtímans séu alþjóðleg: Fjármálakreppan, óstöðugleiki gjaldmiðla, loftslagsbreytingar, útbreiðsla kjarnorkuvopna og fólksflutningar.
Ekkert af þessum málum sé þess eðlis að einstök ríki geti leyst þau.
Aðferð Evrópusambandsins sé að fara í miklar og þess vegna flóknar alþjóðlegar samningviðræður um svona mál. Stundum séu samningarnir of óljósir og götóttir til að duga.
FT segir að auðvelt sé að hæðast að þessari aðferði, en valkosturinn sé verri – að láta vandamáli grafa um sig þar til þau eru jafnvel orðin tilefni stríðsátaka.
Því beri að hlúa að Evrópuhugmyndinni – og ekki bara vegna Evrópu.