
Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifar á heimasíðu sína að ríkisstjórnin sé eins og lömuð önd – og að henni sé haldið í öndunarvél.
Í sálmi í sálmabókinni er lína sem mér er minnisstæð:
„Ég kom til þín ein örþreytt önd.“
Annars er spurning hvers endur eiga að gjalda, flestum er líklega mun tamara að líkja stjórnmálunum við hænsnabú og gaggandi hænur.