Skilanefnd Glitnis hlýtur að birta í dag eða á morgun upplýsingar um styrki bankans til stjórnmálamanna.
Það er ekki hægt að skilja orð formanns skilanefndarinnar öðruvísi en að þessar upplýsingar séu aðgengilegar.
Og þá er ekki eftir neinu að bíða.
Það er svo spurning hvort það breytir einhverju í umræðunni um þessa fjárstyrki – það er farið að hitna verulega undir nokkrum stjórnmálamönnum vegna þeirra.
Svo er eitt aðalatriði, sem Bjarni Harðarson – eini þingmaðurinn sem í raun hefur sagt af sér á Íslandi í seinni tíð – nefndi í Silfri Egils á sunnudaginn:
Hvernig upplifa þingmennirnir sjálfir stöðu sína? Finnst þeim að þeir njóti traust til að sitja áfram á þingi – til að ná árangri í störfum sínum þar? Og svo hitt: Hvernig er að vera á Alþingi hafandi mál eins og þessi vofandi yfir sér – vitandi að þau muni komast upp fyrr eða síðar?