Í Bretlandi eru tveir flokkar sem finnst þeir eiga að vera við völd – og þess vegna eru þeir svona yfirgengilega frekir – Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn.
Andrew Rawnsley, hinn þekkti stjórnmálaskýrandi, segir í grein sem birtist í dag að hið mikla fylgi Frjálslyndra demókrata sé merki um löngu tímabæra byltingu.
Þess vegna séu stóru flokkarnir svo ráðvilltir. Íhaldspressan lætur eins og Nick Clegg sé boðflenna.
En Rawnsley líkir þessari byltingu við kvikmyndina Mr. Smith Goes to Washington með hinum ógleymanlega James Stewart.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=zWyEc7FAMTg]