fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Baugspennar og fleira fólk

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. apríl 2010 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af einhverjum ástæðum hefur hópurinn sem heldur úti vefnum AMX lagt ofboðslega fæð á Þorvald Gylfason. Honum er valið versta heiti sem þessir menn geta hugsað sér – hann er „Baugspenni“. Þetta kemur einatt fram í hinum nafnlausa dálki „Fuglahvísli“ og í skrifum hollvina AMX.

Reyndar eiga fuglahvíslarar í dálitlum erfiðleikum með Þorvald, því það er rækilega skjalfest að í greinum og viðtölum löngu fyrir hrun var hann farinn að vara við hættunni sem íslenska hagkerfið var í.

Sjálfur man ég til dæmis eftir því fyrri part árs 2008 að Þorvaldur talaði um það í þætti hjá mér að íslensku bankarnir yrðu kannski brátt komnir í ríkiseigu aftur. Ég man að mér brá við.

Þorvaldur var líka í fámennum hópi sem gagnrýndi einkavæðingu bankanna – fyrir vikið var hann úthrópaður sem kverúlant. Ég hef áður sagt frá því hversu erfitt var að koma ýmsu sem Þorvaldur sagði í Silfri Egils í fréttatíma.

Hér er ágæt samantekt á ýmsum varnaðarorðum sem komu frá Þorvaldi – en hann var auðvitað ekki annað en háskólamaður sem lítið mark var tekið á af ráðamönnum og gat ekki breytt stefnuni.

AMX-mönnum virðist líka mikið í mun að tengja mig og Þorvald saman. Þetta er reyndar komið frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, sem hefur hatað Þorvald og alla fjölskyldu hans í marga áratugi.

Þeim til hugarhægðar get ég nefnt eftirfarandi:

Við Þorvaldur Gylfason tölum hérumbil aldrei saman. Ég held við höfum aldrei hist á kaffihúsi, eins og Hannes talaði eitt sinn um. Hins vegar get ég glatt þá með því að Þorvaldur er sennilega á leið í þátt til mín um mánaðarmótin, ég átti við hann örstutt samtal um daginn þar sem við sammæltumst um þetta. Greinar Þorvalds í Fréttablaðinu les ég þegar þær verða á vegi mínum, en það kemur reyndar oft fyrir að blaðið fer framhjá mér – það eru í rauninni bara tvö blöð á  Íslandi sem ég reyni að missa ekki af, það eru DV og Viðskiptablaðið.

AMX talar um þá fullyrðingu mína að samband Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde hafi verið sjúkt, og segja að þetta byggi ég á frásögnum Össurar Skarphéðinssonar í skýrslu rannsóknarnefndar.

Það er ekki rétt, ég var löngu kominn á þessa skoðun áður en rannsóknarskýrslan birtist. Í grein sem var prentuð í Grapevine í febrúar skrifaði ég – en vissulega er þetta samhjóða mörgu sem stendur í skýrslunni:

„Haarde once remarked in an interview that some people were maybe
destined to be number two. But now he was out on his own as a PM, in a
party that had been moulded by Oddsson’s ego. And that ego was still
around, as its bearer had only moved over one small lawn of grass, from
the Prime Minister’s Office to the Central Bank, where he kept on with
his machinations via his famous telephone calls. Oddsson prided himself
on not writing anything down when he served as PM, and of being
computer illiterate.

The relationship between these two men, Haarde and Oddsson, might be
one of the focal points in understanding the crisis that culminated in
October 2008. Of course it is extraordinary to make a controversial
politician of Oddsson’s stature—a lawyer, not an economist—into
governor of a Central Bank. As the crisis developed, Haarde remained in
close contact with his old leader while at the same time keeping
information from his own ministers.

Oddsson claims that he gave numerous warnings of the impending
collapse, but Haarde is very vague on this. To many of Haarde’s closest
collaborators, it came as a complete surprise when one of the banks,
Glitnir, was suddenly taken over by the government, triggering the
downfall of the remaining banks a few days later.

Many of these decisions might be understandable, but good governance they were not.

At this point Oddsson came into a meeting of the government, a
coalition of the Independence Party and the Social Democrats, and
demanded that a national government comprising every party be founded.
This could conceivably have happened through complicated political
manoeuvres, but the history of Oddsson’s very advocacy of the idea made
it almost impossible.

It seems that Oddsson had become a sort of an inferiority complex
inducing big brother figure to Haarde. He had been following Oddson’s
lead ever since his school days. For him, sacrificing Oddsson, for
example by firing him from the Central Bank, was unthinkable, whereas
Oddsson would not have hesitated to sacrifice Haarde in the blink of an
eye.

Of course, Haarde was first Minister of Finance and then Prime
Minister, so he has much to answer for. On the other hand, he makes for
a convenient fall guy. Thus he is being presented as a sort of an
aberration within the party history, an error best forgotten, whereas
the party policies and institutions were sound at all times.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást