fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnmál og hagsmunir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. apríl 2010 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðvitað er það rétt hjá Bjarna Benediktssyni að sumir þingmenn séu fulltrúar hagsmuna.

Eitt sinn þótti sjálfsagt að á þingi sætu fulltrúar úr verkalýðshreyfingunni, fulltrúar útgerðar, sjómanna og bænda – og atvinnurekenda.

Þetta voru menn eins og Ebbi Sig, Gvendur jaki – það þótti sjálfsagt að Dagsbrún ætti þingmann í Reykjavík – Pétur sjómaður, Egill á Seljavöllum, já og sjálfur Ólafur Thors.

Nú er miklu minna um þetta. Þingið er fullt af fólki sem ákveður á unga aldri að leggja fyrir sig stjórnmál, fæst í rauninni aldrei við neitt annað – hefur varla hugmyndaflug til að láta sér detta neitt annað í hug.

Og þess vegna er tilhugsunin um að missa þingsætin svo afskaplega þungbær. Þetta fólk, með sinn sjálfvirka talanda og andlausu flokkshollustu, er mjög þreytandi – og eitt af því sem veldur því að fólk er farið að hafa óbeit á pólitík.

Það er hins vegar eitt að vera fulltrúi tiltekins hagsmunahóps og fara ekki leynt með það – og annað að vera með einhverjum hætti á mála hjá fjármálastofnunum eða fyrirtækjum, eins og stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn hafa orðið uppvísir að.

Svo eru líka til þingmenn sem eru svo miklir kjördæmapotarar að þeir hugsa aldrei um neitt annað en kjördæmið sitt – meira að segja þegar þeir komast í ráðherrastól. Kjördæmapotið hefur löngum verið meinsemd í íslenskum stjórnmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást