fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Ísland og auðæfin í Norður-Íshafi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. febrúar 2010 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein bábilja sem stundum er haldið fram er að við Íslendingar eigum eitthvert sérstakt tilkall til auðæfa sem kunna að leynast á Norðurskautinu. Og að þess vegna ásælist Evrópusambandið Ísland.

Staðreyndin er að svo er ekki. Það sést greinilega á heimskautafundinum sem nú er haldinn í Kanada. Þar ráða ráðum sínum ríki sem eiga land að Norður-Íshafinu, Rússland, Bandaríkin, Kanada, Noregur og Danmörk (vegna Grænlands). Öðrum ríkjum er ekki hleypt að borðinu.

Þarna er að finna olíu, gas og málma – jú, og fiskistofna. Sumir eru í landhelgi þjóðanna við norðurhöf, aðrir koma inn á alþjóðleg hafsvæði.

Auknar siglingar á þetta svæði gætu hins vegar haft áhrif á Íslandi bæði til góðs og ills. Umsvif í íslenskum höfnum gætu aukist, en um leið hættan á mengunarslysum sem gætu spillt fiskimiðum eða orðspori þeirra. Það gæti reynt á íslensk yfirvöld að hafa nægilegt eftirlit með þessum skipaferðum. Hugsanlega höfum við ekki nægt bolmagn til þess sjálf.

Það sem helst er að óttast er að grípi um sig gullgrafaraæði á Norðurskautssvæðunum með tilheyrandi togstreitu, stjórnleysi og umhverfisvá. Rússar ætla sér stóra hluti þarna norðurfrá og eru löngu byrjaðir í kapphlaupinu um pólsvæðin – og það vekur talsverðan ugg í Noregi. Rússar eiga líka langstærstu strandlengjuna við Norður-Íshafið eins og sjá má á þessu korti. Landhelgi Íslands er hins vegar langt í suðri.

article-1184291-0500661F000005DC-429_634x907

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“