fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Bókasafn Páls, jöklar á Íslandi og ferðabækur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. febrúar 2010 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd_0272601

Í Kiljunni í kvöld skoðum við bókasafn Páls Jónssonar sem varðveitt er í Héraðsbókasafninu í Borgarnesi. Páll var frá Örnólfsdal í Þverárhlíð, bjó lengst af í Reykjavík og starfaði við Borgarbókasafnið. Meðfram því var hann ástríðufullur bókasafnari og telur safn hans um 5000-7000 bindi og eru margt af því afar fágætar bækur. Margar bókanna batt Páll inn sjálfur af miklu listfengi.

Helgi Björnsson jöklafræðingur segir frá bók sinni Jöklar á Íslandi, en fyrir hana hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Guðrún Eva Mínervudóttir fræðir okkur um uppáhaldsbækur sínar.

Páll og Kolbrún ræða um þrjár bækur sem fjalla um ferðalög: Færeyskur dansur eftir Huldar Breiðfjörð, Enginn ræður för eftir Runólf Ágústsson og Landið sem aldrei sefur eftir Ara Trausta Guðmundsson.

En Bragi talar um kvikmyndir.180px-Den_rode_kappe

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar