Jónas Kristjánsson kemst að kjarna máls í grein á vef sínum. Það eru uppi þrjú megnsjónarmið í Icesavemálinu, en í þjóðaratkvæðagreiðslu verður aðeins tekið um tvö þeirra. Ég kvitta reyndar ekki upp á að það sé endilega öfgaskoðun að vilja ekki borga Icesave – en greining Jónasar sýnir vel hverjir eru annmarkar kosningarinnar fyrirhuguðu:
„Þrenns konar skoðanir eru á lofti: Að staðfesta IceSave, reyna að fá skárri skilmála, eða reyna að borga alls ekki. Í þjóðaratkvæði verður tekizt á um tvö fyrri sjónarmiðin. Þriðja sjónarmiðið hefur samt í auknum mæli tekið yfir blogg og athugasemdir við blogg. Tók líka yfir málflutning Framsóknar í lok IceSave umræðunnar. Er gamalt sjónarmið Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins. Verður sjónarmið Flokksins, þegar Davíð lemur í borðið. Ég tel, að þessi öfgaskoðun algerrar afneitunar eigi mikinn og vaxandi hljómgrunn í landinu. Við þurfum skoðanakönnun um vægi þessara þrenns konar skoðana.“