Fræg kvikmynd, sem sýnd var í kvikmyndaklúbbnum Fjalakettinum á velmektarárum hans í Tjarnarbíói, er El Angel Exterminador eftir Luis Bunuel.
Myndin fjallar um hóp fólks, betribogara, sem er lokaður inni í herbergi án þess að vita hvers vegna. Þetta er ósköp venjulegt háborgaralegt matarboð, einkennist helst af leiðindum og yfirborðsmennsku. En gestirnir komast ekki út , þótt ekki séu neinir rimlar á herberginu, engar læstar dyr.
Fjötrarnir eru ósýnilegir. Og nafnið á myndinni eiginlega líka. Engill útrýmingarinnar. Hann sést aldrei.
Myndin er í anda súrrealismans sem Bunuel aðhylltist; og þessar aðstæður eru að sönnu súrrealískar.
Einhvern veginn svona hlýtur alþingismönnum að líða sem í dag eru enn kallaðir úr fríi til að ræða Icesave.