Þær eru afar fallegar froststillurnar sem hafa verið í Reykjavík undanfarið. Kuldinn er ágætur þegar er svona kyrrt í veðri.
Á morgun ætlum við Kári á þrettándabrennu í Vesturbænum, í fyrra var ekki stætt á brennunni vegna slagveðursrigningar.
Á gamlárskvöld var svo stillt að það var hægt að kveikja á flugeldum með venjulegum eldspýtum.
Litir vetrarins eru fagrir í ljósaskiptunum. En þessi guli litur sem hangir líkt og tjöld í loftinu – er það kannski bara mengun?