fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Láglaunastefnan

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. janúar 2010 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í gær. Hér er niðurlag hennar:

— — —

„… fjármálaráðherra [fullyrðir] að samkeppnisstaða útflutningsgreina sé með besta móti. Í hverju er sá samkeppnisstyrkur fólginn? Svarið er einfalt: Hann næst með því að gleyma skuldunum og nota gengisskráningu krónunnar til að halda lífskjörum fólksins i landinu langt fyrir neðan það sem gengur og gerist í samkeppnislöndunum.  Þjóðin þarf að gera upp við sig hvort það eru þau blóm í haga sem framtíðarsýnin um betri tíð beinist að. Aðrar leiðir eru færar, ef um þær væri pólitísk samstaða. Meðan svo er ekki gildir framtíðarsýn fjármálaráðherrans um samkeppnisstöðu á forsendum lágra launa.

Framtíðarsýn fjármálaráðherrans um að reisa samkeppnisstöðuna á lágum launum má gera nokkuð bjartari með skynsamlegri skattastefnu. Hjá hinu verður þó ekki komist, hvernig svo sem skattastefnunni verður hagað, að með óbreyttum gjaldmiðli verður Ísland láglaunaland í samanburði við norrænu velferðarríkin.

Laun sjómanna eru tengd erlendum gjaldeyri þó að þau séu greidd út í íslenskum krónum. Það er maklegt. Spurningin er: Hvers vegna mega hinir níutíu og sjö hundraðshlutar vinnuaflsins í landinu ekki fá laun í samkeppnishæfri mynt?

Þegar gengi krónunnar hækkaði sem mest var það ekki vegna skilningsleysis stjórnenda peningamála á hagsmunum útflutningsgreinanna. Þeir réðu einfaldlega ekki ferðinni þó að fullveldisráðin yfir krónunni væru í orði kveðnu í þeirra höndum. Í litlu opnu hagkerfi eru það erlendir vogunarsjóðir sem fara að mestu með það vald á borði veruleikans.

Fjármálaráðherrann mun ekki halda þessum fullveldisyfirráðum nema í lokuðu peningakerfi. Þann kost hefur hann valið fyrir Ísland. Það gerir hann í skjóli samstarfsflokksins og án andófs þingflokka stjórnarandstöðunnar sem enn hafa ekki talið tímabært að móta framtíðarstefnu á þessu lykilsviði íslenskrar hagstjórnar. Þannig sýnast pólitísk undirtök VG vera að styrkjast.

Upptaka evru er ekki trygging fyrir bættum hag. Hún opnar hins vegar möguleika á að bæta samkeppnisstöðu landsins með öðrum hætti en lágum launum til frambúðar. Nýtt ár kallar á dýpri umræðu um þessi efni því kostur fjármálaráðherrans er ekki sérlega fýsilegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar