fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Obama tekur á bönkunum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. janúar 2010 23:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkustu fréttr dagsins eru tillögur Obamas um að brjóta upp stóru bankana í Bandaríkjunum og setja fjármálastarfsemi þar í landi miklar takmarkanir. Þetta er í anda þeirra reglna sem voru settar um bandaríska bankakerfið eftir kreppuna miklu og nefnd voru Glass-Steagall lögin.

Lobbýistar fjármálakerfisins eiga sjálfsagt eftir að hamast gegn þessu, en þessi lagasetning gæti haft mikil áhrif. George Osborne, fjármálaráðherraefni breska Íhaldsflokksins, hefur lýst því yfir að hann sé samþykkur þessum hugmyndum. Bretar með sitt City gætu semsagt fylgt fordæminu frá Wall Street – án þess er talið nær óhugsandi að þeir láti til skarar skríða gegn fjármálakerfinu.

Obama leggur mikið undir. Hann beindi orðum sínum til bankanna og sagði:

„Ef þeir vilja berjast, þá er ég tilbúinn.“

Robert Peston skrifar á vef BBC og segir að þetta séu mjög stórhuga hugmyndir hjá forsetanum.

barack_obama

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?