Það er talsvert gert úr því hérna að Sally Magnusson, fréttakona BBC í Skotlandi, hafi verið ávítuð vegna þess að hún tjáði sig um málstað Íslendinga í deilunum um Icesave.
En það er lítið gert með að frægari maður en hún og háttsettari hjá breska ríkisútvarpinu, viðskiptaritstjórinn Robert Peston – sem bloggar á hverjum degi – hafi tekið málstað Íslendinga í tveimur greinum síðustu daga.