Þetta er mjög sérkennilegt mál sem er sagt frá í Icenews. Ég hafði reyndar heyrt ávæning af þessu en trúði því barasta ekki.
Það er verið að neita útlendingum sem hér hafa verið lengi um dvalarleyfi á þeim forsendum að þeir geti ekki framfleytt sér.
Fólki sem þó er í fullri vinnu – hjá hinu opinbera.
Sú breyting hefur verið gerð hjá útlendingastofnun að horfa á tekjur innflytjenda eftir skatt. Almennt er í stjórnkerfinu horft á tekjur fólks fyrir skatt. Það á allavega við um Íslendinga.
Er þetta ekki býsna gróf mismunun, gegn fólki sem getur varla borið hönd fyrir höfuð sér – og þorir það kannski ekki af ótta við yfirvöld?