Stundum er allt í lagi að hafa í fjölmiðlum litlar neðanmálsgreinar þar sem getið er tengsla.
Pressan birtir í dag viðtal við Halldór Ásgrímsson þar sem hann heldur því fram að einkavæðingin hafi verið í sómanum og að það hafi verið góð hugmynd að skipa Davíð Oddsson sem seðlabankastjóra.
En þá er þess að geta að stofnandi og einn eigandi Pressunnar er fyrrverandi aðstoðarmaður Halldórs og núverandi ritstjóri er fyrrverandi upplýsingafulltrúi hans. Pressan er því eins nálægt því og hugsast getur að vera málgagn Halldórs Ásgrímssonar.