fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Hrunverjar hrekjast undan rannsóknarskýrslu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. apríl 2010 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útrásarvíkingar, stjórnmálamenn, embættismenn og aðrir sem mega kallast hrunverjar hrekjast úr einu víginu í annað eftir útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis. Hún er svo umfangsmikil og vönduð að mjög erfitt er að deila við heildarniðurstöður hennar – þótt hugsanlegt sé að finna einhverjar smávillur, eins og forseti Íslands hengdi sig á þegar hann missti stjórn á skapi sínu í frægu viðtali.

Allt þetta fólk á sameiginlegt að reyna að gera eins lítið og það mögulega kemst upp með. Gefa eitthvað smá eftir, bíða svo, horfa í kringum sig, sjá hvort það nægir. En skýrslan er svo harður áfellisdómur, og reiði fólksins í landinu er slík – að það er alls ekki víst að þetta sé nóg.

Þannig láta stjórnmálamenn sig hverfa tímabundið, aðrir biðjast afsökunar á einhverri yfirsjón en telja sig samt alveg nauðsynlega í framtíðaruppbyggingu samfélagsins  – svo eru reyndar til menn eins og fyrrverandi Seðlabankastjóri sem eru algjörlega forhertir og telja sig ekki þurfa að sjá eftir neinu. Kunna bara ekki að játa á sig mistök eða afglöp.

Ekki þar fyrir að afsökunarbeiðnir helstu hrunverja á þessum tímapunkti hafa holan hljóm og eftirspurnin eftir þeim virðist ekki mikil, enda hljóma þær einatt eins og þær séu kokkaðar upp af almannatenglum.

Þannig var um afsökunarbeiðni og heitstrengingar Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrr í vikunni.

Og þannig er um afsökunargrein Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann lofar bót og betrun – í fjölmiðlinum sem hann á sjálfur og virðist ekki ætla að sleppa, því þrátt fyrir allt telur hann og klíkan hans að Jón sé ennþá til þess fallinn að vera fjölmiðlakóngur.

Það er óhætt að fullyrða að viðtökurnar við afsökunarbeiðninni verða afar dræmar. Enda er þetta auðvitað ekkert annað en almannatenglaspuni. Það trúir því varla nokkur maður heldur að hann hafi skrifað greinina sjálfur.

En fyrir þá sem hafa mikinn áhuga má mæla með því að lesa greinina saman við grein eftir sama höfund sem birtist í Morgunblaðinu (sic!) 29. desember 2008.

Af öllu þessu fólki ber maður helst virðingu fyrir því sem Árni Mathiesen gerði: Hann lét sig hverfa úr pólitík og er nú dýralæknir upp í sveit. Það er barasta eitthvað póetískt við það.

´

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást