fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Rassvasastarfsemi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. apríl 2010 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir skýrslu rannsóknarnefndar er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að allir stjórnendur bankanna með tölu verði dregnir fyrir dóm og stærstu eigendurnir hugsanlega líka – það er þó spurning með refsiábyrgð þeirra síðarnefndu samkvæmt lögum.

Formaður rannsóknarnefndar vildi ekki kveða já við því hvort bankarnir hefðu verið rændir innanfrá, en ef horft er á lánveitingar úr bönkunum til eigenda þeirra og tengdra aðila finnst manni helst eins og þetta hafi verið einhvers konar rassvasastarfsemi; og þetta á ekki bara við um lán Glitnis til Baugsfélaga, lán Kaupþings til Exista og Tschenguiz, lán Landsbankans til Björgólfa – eigendur bankanna eru í öllum tilvikum stærstu skuldarar þeirra – heldur líka umgengni eigendanna um peningamarkaðssjóðina sem voru dótturfélög bankanna og stórfelld kaup bankanna á hlutafé í sjálfum sér – því sem nefndin kallar „veikt eigið fé“.

Svo má halda áfram að telja, en þess má geta að Baugur einn hefði getað sett bankakerfið á hliðina samkvæmt nefndinni:

Bindi 9 – bls.53

Þegar heildarútlán bankanna þriggja til Baugur Group og tengdra félaga er skoðuð sést að þau sköpuðu umtalsverða áhættu í öllum bönkunum. Jafnvel þótt lágmarkseignarhald sé skilgreint sem 50% (sem er allt of þröng skilgreining að mati rannsakenda) eru útlán til Baugs og tengdra félaga yfir 10% af eiginfjárgrunni allra bankanna. Með lækkandi lágmarkseignarhaldi fjölgar í hópnum og útlánin til hópsins aukast. Við 40% lágmarkseignarhald eru allir bankarnir með heildarútlán yfir 30% af eiginfjárgrunni sínum og er ljóst að Baugur Group og tengd félög mynduðu svo stóra áhættu hjá öllum bönkunum að enginn þeirra gat hætt á að Baugur og fyrirtæki honum tengd færu í þrot.Þegar lágmarkseignarhaldið er skilgreint sem 20%, eru útlánin frá Glitni og Landsbanka á milli 60 og 70% af eiginfjárgrunni þeirra. Það má því segja að útlánaskuldbindingar Baugs hafi verið orðnar of stórar fyrir allt íslenska bankakerfið og má því leiða að því líkur að Baugur Group og tengd félög hafi haft tangarhald á þessum bönkum.

Bankarnir voru því ófærir til að takast á við lántakendur sína, þeir voru too big to fail, eins og sést til dæmis þegar Björgólfur Thor fær 153 milljónir evra lánaðar úr Landsbankanum nokkrum dögum fyrir hrun til að reyna að bjarga hlut sínum í Actavis, einmitt þegar blasti við að bankinn stríddi við lausafjárskort í erlendri mynt sem gat sett hann í þrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi