fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Kári Harðarsson: Um siðrof

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. apríl 2010 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er prýðileg hugvekja eftir Kára Harðarson, hjólreiðamann með meiru. Birtist á bloggsíðu hans:

Siðrof eða „Anomie“ eins og höfundur hugtaksins kallaði það er, þegar hefðir og siðir samfélagsins brotna niður og fólk veit ekki hvernig það á að hegða sér.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=54215

Ég ólst upp við að Íslandi væri stranglega stjórnað.  Að því leyti vorum við eins og austantjaldsland býst ég við.  Snickers og Macintosh nammi var bannað, það var bara ein útvarps og sjónvarpsstöð.  Mannanafnanefnd ákvað hvað menn mættu heita, og íslenskuna mátti ekki menga með enskuslettum fyrir nokkra muni.

Svo unnu allir.  Krakkar fóru í unglingavinnu eða sveit, konur sátu með prjónana og karlarnir gerðu við bíla útí skúr, allir karlar áttu tommu og millimetra topplyklasett.  Ekkert var verra en að vera hreppsómagi, jafnvel ekki á tuttugustu öldinni.  „The idle Rich“, ríku ættirnar hér sem fengu peninga án þess að vinna höfðu vit á að láta fara lítið fyrir sér.

Ég var ósáttur við margt hér en sætti mig við þessa stjórnsemi yfirvalda, túlkaði hana sem einhvers konar ást og að þetta væri okkur fyrir bestu.

Það var ekki fyrr en ég flutti til útlanda að ég sá margt sem var ekki í lagi hér.  Verðlag var og er svæsið arðrán og gerir lífið óþarflega erfitt venjulegu fólki.  Þegar ég flutti heim sá ég líka að stjórnsemi yfirvalda var þunn skán ofaná stjórnleysi.  Fákeppnin, skortur á gagnrýnum fjölmiðlum.  Bílar lögðu uppá gangstéttum, vörur óverðmerktar í hillum, óvirk neytendasamtök, stjórnleysið tekur á sig margar myndir.

Spillinguna, sem nú er öllum ljós var ég samt ekki búinn að sjá og skilja fyrr en við hrunið.

Það er gott að skýrslan er komin út, en hvað eigum við að gera næst?  Ég trúi varla lengur að vinna sé lykilinn að velgegni, að tíminn sé peningar.  Ég sé næstum því eftir að hafa farið í nám, ég hefði átt að taka lán fyrir hlutabréfum og selja á réttum tíma.  Hvernig geta einstaklingar skuldað milljarða annars, ég er ekki búinn að ná utan um það ennþá.

Þetta er næsta spurning í mínum huga:  Hvernig búum við til siði í landinu?  Ef þetta hefðu bara verið náttúruhamfarir og Reykjavík lent hálf undir hrauni, hefði það næstum því verið betra en það ástand sem er hér núna.

Fjölskylda þar sem fjölskyldufaðirinn verður uppvís að misnotkun á börnunum, hvernig heldur hún jól?

Ég er ekki ennþá nógu vongóður um að lög nái yfir Jón Ásgeir, Pálma í Fons og Björgólfsfeðga og forkólfa ríkiststjórnarinnar sem sat.  Ef þetta fólk gengur ennþá laust og kaupir og selur eiginir annara eftir 1-2 ár veit ég ekki hvað ég geri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB